<$BlogRSDUrl$>

17 nóvember 2004


Kannski ég plöggi svolítið: Nú líður að lokatónleikunum í röðinni "Ný endurreisn," sem Caput-hópurinn hefur staðið fyrir undanfarnar vikur, m.a. í samstarfi við kammerkórinn Vox Academica. Á tónleikunum verða frumflutt tvö íslensk verk: "Innsýn," svíta fyrir kammerhljómsveit eftir Báru Grímsdóttur, og Lincoln-messan ("The Lincoln Mass" ) eftir Úlfar Inga Haraldsson. Hvort tveggja afskaplega falleg stykki. Auk þess syngur kórinn nokkur smærri verk, eftir Báru ("Eg vil lofa eina þá" ), Einar Kr. Pálsson ("Barnagælu," við ljóð Dags Sigurðarsonar), Egil Gunnarsson ("Ljóð," við ljóð Nínu Bjarkar Árnadóttur) og Hróðmar Inga Sigurbjörnsson ("Skilnað," við ljóð Ísaks Harðarsonar).

Tónleikarnir verða í Neskirkju á laugardaginn kemur (20. nóvember) klukkan 17:00 og kostar 2000 krónur við innganginn. Ef einhverjum finnst þetta spennandi, þá get ég reddað miðum í forsölu á aðeins 1500 krónur í dag og á morgun. Áhugasamir geta haft samband við mig í tölvupósti, og ég get svo keyrt miðana út í kvöld eða annað kvöld.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com