<$BlogRSDUrl$>

24 nóvember 2004


Ég var að fá í hendur höfundareintökin mín af Smáglæpum og morðum. Ef veitt yrðu verðlaun fyrir ljótustu bókarkápu jólavertíðarinnar þá myndi hún sko vinna það leikandi. Sem er við hæfi: Þetta eru reyfarar og eiga það skilið að vera búnir í pappírsmassalegan búning. Aðrar sögur en mína eigin hef ég ekki getað lesið ennþá. Geri fastlega ráð fyrir að hefja lesturinn í kvöld.

Svo er ég víst að fara að lesa upp á Grandrokk á morgun:

Árlegur upplestur Hins íslenska glæpafélags verður haldinn á Grand rokk við Smiðjustíg fimmtudaginn 25. nóv. kl. 21.00. Að vanda mun fjöldi höfunda lesa upp, djasshljómsveit Björns Thoroddsen mun spila á undan, undir og á eftir upplestri. Og boðið verður upp á fjölbreyttar veitingar í anda glæpasagna.

Höfundar sem lesa: Arnaldur Indriðason, Hjörvar Pétursson, Jón Hallur Stefánsson, Liza Marklund (þýðing), Michael Connelly (þýðing), Ragnheiður Gestsdóttir, Sigurður Sigurðarson, Stefán Máni, Þráinn Bertelsson.


Ég er bara dálítið upp með mér að vera að fara lesa upp með mikilmennunum Arnaldi og Stefáni Mána. Allir aðrir lesarar, utan einn, eru svo annaðhvort þýðendur eða meðhöfundar í úrvalsbókinni.

Dissið er ekkert alltof áberandi, er það nokkuð?
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com