<$BlogRSDUrl$>

01 nóvember 2004


Ég hef skoðanir á þjóðmálunum. Heimsmálunum líka. Og sjaldnast færri en tvær skoðanir á hverju máli fyrir sig, oft andstæðar. Ég finn mig bara svo sjaldan knúinn til að tjá þær. Vanalegast er nóg af upplýstu fólki með ákveðnari og jafnvel betur ígrundaðar skoðanir en ég sem er ófeimið við að útlista þær.

Það kemur fyrir að ég viðra það hvað mér finnst um ástandið í þjóðfélaginu í dag. En ekki í dag.

Í dag ætla ég bara að tala um það hvað þetta verður skrítin vika. Frúin fer á ráðstefnu til Parísar á miðvikudaginn og verður fram á sunnudag. Á meðan verð ég einstæður tveggja barna graspabbi. Að sjálfsögðu fer þetta saman við tímabil þegar verður meira en nóg að gera í vinnunni. Svo vonandi held ég geðheilsunni.

Hvaða hvaða. Auðvitað geri ég það meðan ég hef dætur mínar hjá mér. Þær eru svo miklar elskur þessar elskur.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com