<$BlogRSDUrl$>

10 nóvember 2004


Ég er ögn meira efins um Blátt Áfram framtakið í dag en ég var í gær. Ég rakst á ágætar vangaveltur frekju nokkurrar um bæklinginn frá þeim sem fengu mig til að hugsa mig um. Og í morgun sá ég slegið upp í DV að kappið væri kannski meira en forsjáin hjá systrunum sem sjá um téðan bækling. Ekki þar fyrir, mér finnst nú reyndar sem fréttamiðillinn sé að kasta steinum úr glerhúsi. Í seinni tíð hefur borið sífellt meir á óttavæðingu (scaremongering) í íslensku dægurþrasi. Tilfinningaklámi. Í blöðum, útvarpi og sjónvarpi.

"Sonur minn er handrukkari."
"Slapp naumlega úr hópnauðgun í vinnustaðapartíi."
"Myndir þú treysta þessum manni fyrir börnunum þínum?"

Ég vil ítreka að ég er seinþreyttur til þess að rísa upp á afturlappirnar og krefjast harðari refsinga yfir glæpamönnum. Að krefjast þess að afbrotamönnum sé engin miskunn sýnd er ekki ávísun á neitt annað en miskunnarlausara þjóðfélag, fyrir okkur og börnin okkar.

Eftir stendur þó að út af fyrir sig finnst mér framtakið þarft sem ég benti á í gær, að afnema fyrningu á kynferðisafbrotum gegn börnum. Svo það er ekki eins og mér finnist til einskis barist.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com