<$BlogRSDUrl$>

12 nóvember 2004


Frúin kom heim frá Frakklandi með Camembert. Húsið er orðið undirlagt af lyktinni af honum, svo ég sé mitt óvænna að fara að byrja á honum fyrr en seinna. Bara núna á eftir.

Á leit minni að upplýsingum um þær frönsku rauðvínsflöskur sem ég hef safnað í vínkjallarann minn - með það fyrir augum að grafast fyrir um það hver þeirra passi best með vel stækum, frönskum Camembert - þá uppgötvaði ég nokkuð. Nefnilega það, að ég verð einhvern tíma, með einhverjum ráðum, að komast yfir bokku af þessu hérna.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com