<$BlogRSDUrl$>

15 nóvember 2004


Bloggað gæti ég, hefði ég frá einhverju að segja.

Nei hvernig læt ég, það er allt að gerast.

Smáglæpir og morð, úrvalsbók smásagnakeppni Grandrokks og Hins íslenska glæpafélags, kemur út núna síðar í vikunni. Það er búið að bjóða mér formlega í útgáfuteiti, og gott ef ekki er inngöngu í Hið íslenska glæpafélag. Svo það styttist í það að sagan mín verði á hvers manns vörum og valdi úlfúð og deilum um gervallt þjóðfélagið. Liiiddl.

Kórinn minn heldur tónleika á laugardaginn kemur, í Neskirkju klukkan 17:00. Frumflutningur á Lincolnmessunni eftir Úlfar Inga Haraldsson og Innsýn eftir Báru Grímsdóttur. Lokaæfingarnar reka hver aðra þessa dagana og allir að fara á límingunum. En þetta stefnir í þrusukonsert.

Það er þá ekki seinna vænna en að gera sig settlegan fyrir stórviðburðina. Ég fer einmitt í ókeypis klippingu í fyrramálið.

Það gerist ekki ódýrara en ókeypis.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com