<$BlogRSDUrl$>

28 október 2004


Nei ég var vitaskuld að ljúga í gær. Ég er að fara í bjóð á laugardagskvöldið og alltsaman. Hjá ekki ómerkara fólki en Dr. Orra "sumarbrosi" Ingþórssyni og spúsu hans. Þar skal verða glatt á hjalla. Annars er ekki margt að frétta. Systurdætur mínar eru í bænum að gæta bróðurbarna minna í verkfallinu. Við rekum kannski inn nefið þar á eftir - sú eldri var einmitt að tala um það hvað hana langaði til að hitta þau, var frúin að tjá mér. Ætli hún hafi ekki "saknað til þeirra," eins og henni er svo gjarnt að segja þessa dagana, með dramatískri skeifu.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com