<$BlogRSDUrl$>

14 október 2004


Mig langaði allt í einu til að segja eitthvað um Þorstein frá Hamri. En ég veit ekki hvað. Nema þetta, að þar fer gott skáld.

Ég fékk áðan á heilann línur úr ljóði eftir hann, þar sem hann segir eitthvað á þá leið að "Sértu einn ertu autt hús / skyndilega kveikir síminn rautt ljós." Mér hefur alltaf fundist þetta svalar línur. Og fallegt ljóð. Og bókin - Fiðrið úr sæng Daladrottningar - hún er mjög góð. Ég á hana því miður ekki sjálfur, en ég glugga í hana nánast í hvert skipti sem ég fer í heimsókn til foreldra minna, þar sem hún lúrir þess á milli og rykfellur uppi í hillu.

Mjög góð.

Hér gæti komið áframhaldandi pæling um bága stöðu ljóðsins í dag, bara ef ég hefði til þess tíma, nennu og áhuga. En ég hef engu slíku til að dreifa. Svo þannig er það.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com