<$BlogRSDUrl$>

20 október 2004


Ja mikið óskaplega gekk þetta nú vel.

Ég held ég þori loksins að fara að segja frá því núna, fyrst búið er að skrifa undir útgáfusamninginn. Orð manna í millum eru orðin að undirskriftum á löggiltum pappírum, svo héðan af verður ófeigum varla í hel komið.

Já, mikið rétt. Ég er orðinn bylgjureiðmaður í jólabókaflóðinu. Smásaga eftir mig verður gefin út í safnbókinni Smáglæpir og morð - Sögur úr glæpasmásagnakeppni Glæpafélagsins og Grandrokks, sem kemur út á vegum Almenna Bókafélagsins nú um næstu mánaðamót. Mér skilst hún verði síðasta sagan í bókinni, "The final punch," ef svo má að slettu komast. Rothöggið í bókarlok. Sem gæti komið mjög vel út, enda grunar mig að þetta sé óhugnanlegasta saga sem nokkru sinni hefur verið samin á íslenska tungu.

En ég er náttúrlega bjagður.

Samt einhvern veginn trúi ég þessu varla fyrir alvöru fyrr en ég sé það svart á hvítu, í þúsund eintökum...
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com