<$BlogRSDUrl$>

12 október 2004


Ég elska lyktina af flugvélabensíni í morgunsárið.
Það ilmar eins og... grillkveikilögur.

Annars var helgin ljómandi - afmælið hjá Ljósvakalæðunni var ljómandi vel lukkað sýndist mér. Þar var mættur rjóminn af ljósvakafréttafólkinu á landinu. Ég lamdi engan, og pikkaði ekki einu sinni fæting. Það var varla að ég ræddi við nokkurn mann. Nema ég greip aðeins inn í spjall sem Dr. Schnitzel átti á barnum við besta og frægasta bloggarann. Við skemmtum okkur vel, dönsuðum agnarögn þótt mónóið væri bilað og frúin að drepast í fótunum. Svo fórum við í kórpartí. Það var gaman líka.

Sunnudagurinn fór í fyrirsjáanlega þynnku.

Svo ég endi á upphafinu, þá var afmæli frúarinnar lágstemmt og ánægjulegt á föstudagskvöldinu. Fjölskyldan fór út að borða, og þegar heim var komið og stelpurnar komnar í ró horfðum við á þá ágætu mynd, Í snertingu við tómið. Við mælum með henni.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com