<$BlogRSDUrl$>

25 október 2004


Fyrir nánast réttu ári sagði ég frá því merka þroskastigi sem eldri dóttir mín hefði náð, að hafa uppgötvað töfraheima slappstikksins. Nú hefur enn bætt í, því nú er hún farin að segja fullformaða brandara. Eða, rétta sagt, einn brandara, í sífellt nýjum útgáfum.

Brandarinn sem um ræðir er sá um tómatana sem voru að fara yfir götu. Mjög fyndinn, eins og dæmin sanna.

En hér á eftir fer dæmigerður brandari upp úr dóttur minni, nánast orðrétt eins og ég heyrði hana segja hann í bílnum í gærkveldi, á leið heim úr mat hjá tengdó:

Einu sinni voru tvö... nei, einu sinni voru sex... öööh... jarðarber að labba yfir götu. Svo kom... svo kom bíll og keyrði yfir tvö þeirra. Þá voru... þá voru þrjú jarðarber eftir. Þá kom annar bíll og... og þá kom annar bíll og keyrði yfir tvö jarðarber. Þá sögðu jarðarberin sem voru eftir: Komdu þarna, jarðarberjatómatsósan þín.

Ég verð nú reyndar að játa að ég hló svo mikið að ég táraðist. Og við bæði hjónin. Sem dró sko aldeilis ekki úr minni, og í framhaldinu komu margir brandarar til viðbótar með svipaðri uppbyggingu, bara með dálitlum breytingum á fjölda frá einni sögu til annarrar, auk þess sem jarðarberjunum var skipt út fyrir, meðal annars, skaldbökur, ljósastaura, froska og Unu litlu systur.

Efnileg í gamanmálunum maður.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com