<$BlogRSDUrl$>

06 október 2004


Flestir dagar eru ágætir. Þessi er einn af þeim. Og fallegur í þokkabót.
Nú ætla ég senn hvað líður að láta gott heita í dag og ganga niður í bæ í góða veðrinu.
Þetta verður þétt pakkaður sósjall hjá okkur hjónum á laugardagskvöldið. Þegar við þekktumst boðið í gær fannst okkur endilega eins og við værum að gleyma einhverju öðru sem við værum að fara að gera. Svo rann upp fyrir mér á æfingu í gærkvöldi að það var búið að boða kórteiti sama kvöld með margra vikna fyrirvara.
Blessunarlega getur maður verið á fleiri en einum stað eitt og sama kvöldið.
Svo við munum gera það stuðreist.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com