<$BlogRSDUrl$>

17 september 2004


Sú eldri á fjögurra ára afmæli í dag.

Fjölskyldan safnaðist saman uppi í hjónarúmi klukkan hálfsjö í morgun og opnaði afmælisgjafir: frá foreldrunum, þeirri yngri, afa og ömmu á Akureyri og Nadine og Thorsten í Ulm.

Í kvöld verður farið út að borða. Afmælisbarnið fékk að sjálfsögðu að velja staðinn, svo við förum víst á Pizza Hut. Ekki kemur það svo mjög á óvart. Og ekki mun ég heldur undrast þegar stelpan biður um hakk og spaghettí.

Svo þarf frúin að vinna fyrri hluta kvölds (eða fara á fund, ég man það ekki), og þar á eftir er mér boðið í partí uppi í Mosfellsbæ.

Púff. Hvernig kemst maður þangað án bíls.

Já ég veit ég get keyrt.
En ég get ekki keyrt!
Kannski ég keyri bara sjálfur.

Ákvarðanir ákvarðanir...

Það er annars þéttpakkaður sósjall um helgina. Tvær afmælisveislur á morgun: ein hádegis- fyrir fjölskylduna og ein kaffi- fyrir vinina. Og svo kemur annað kvöld með öðru partíi.

Að fyrra bragði er vitaskuld lagt upp með að ganga hægt um gleðinnar dyr, bæði í kvöld og annað kvöld, þar sem bæði er afmæli á morgun og svo þarf frúin aftur að vinna á sunnudagsmorguninn.

Sjáum nú til hvernig mér gengur með það.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com