<$BlogRSDUrl$>

13 september 2004


Ruttyerþ. Veidigjakkuru. Hef alla vega ekki sama rétt til að kvarta og frúin, sem svaf fjóra tíma í fyrrinótt og reif sig upp fyrir klukkan sex í morgun til að fara í ræktina. Sjálfur átti ég í raun náðuga helgi í einstæða graspabbastandinu, enda sváfu þær eins og englar um helgina stelpurnar. En samt hafa þau verið þung í dag á mér augnlokin.

Svo var frúin að færa mér þau tíðindi að hún sé á leið til Parísar, sjálfrar höfuðborgar ástarinnar (á eftir kannski Las Vegas og Hveragerði) í byrjun nóvember og hyggist skilja mig eftir með ómegðina á meðan. Já, það verður eflaust gaman fyrir hana, blessunina.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com