<$BlogRSDUrl$>

22 september 2004


Nú er ég í klemmu maður.

Ég var rétt í þessu að fá póst frá starfsmannafélaginu (les: sukkstjórunum) um það að ég ætti að taka frá föstudaginn áttunda október, þar sem þá yrði lagt upp í hina árlegu óvissuferð fyrirtækisins, í annað skipti frá upphafi. Ég fór með í fyrstu ferðina í fyrra og þrátt fyrir ýmiss konar hallærishátt og banalítet þá verð ég að játa að ég skemmti mér hreint ágætlega, takk fyrir.

Svo hvað er þá vandamálið, skyldirðu spyrja?

Jú, ekki nema það að sama dag á spúsan afmæli: Nú liggja Danir laglega í því lagsmaður.

Nú væri þetta vitaskuld ekkert vandamál ef ég stæði undir nafni sem sómasamlegur eiginmaður. Og ekki heldur ef ég væri algjör landeyða og kolómögulegur fjölskyldufaðir. En hvernig ræður maður úr ef maður er þarna einhversstaðar mitt á milli?

Púff, ætli sé ekki best að ég sofi á þessu. Og það nokkrar nætur, þessvegna.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com