<$BlogRSDUrl$>

23 september 2004


Gleðifréttir vikunnar voru úðen tvívl að uppgötva mér til óblandinnar ánægju að Glaseygingarnir í The Blue Nile voru að gefa út nýjan disk - þann fjórða á rúmum tuttugu árum. Mér sýnist á almennum viðtökum að ég hafi engu að kvíða, hann eigi í fullu tré við fyrirrennarana. Nú er bara að hlakka til þess að komast yfir hann með einhverjum ráðum. Mér finnst einhvern veginn sem mér liggi ekkert á með það; eins og einn ágætur kunningi minn mælti eitt sinn manna heilastur:

"Það er alltaf gaman að eiga eitthvað gott eftir."

Annað í fréttum er hvað helst það að sennilega skrepp ég með þeirri eldri norður í Höfuðstaðinn um helgina: henni finnst orðið leiðara en tárum taki hvað það er langt síðan hún sá síðast þau ömmu og afa í Bakkahlíð.

Sem er hverju orði sannara hjá henni.

Hvort af förinni verður er ekki endanlega ákveðið, en mun væntanlega skýrast í kvöld. Frúin mun þá sitja heima með þá yngri, enda þarf hún að vinna hér í bænum um helgina.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com