<$BlogRSDUrl$>

06 september 2004


Ég er með aðkenningu að bloggdoða þessa dagana.

Annars var helgin ágæt - partíið hjá Dr. Schnitzel var alveg ágætlega lukkað. Ég spjallaði við gamla og góða kunningja og er ríkari maður að reynslu fyrir vikið.

Því algjörlega allsendis óskylt vil ég benda á hinn stórskemmtilega Vísindavef Háskóla Íslands. Það er til dæmis honum að þakka að nú er ég einhverju nær um það hver Damókles var og hvaða sverð það var sem hékk yfir höfði hans. Það er fróðleg lesning.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com