<$BlogRSDUrl$>

10 september 2004


Þetta er búin að vera skrítin vika að mörgu leyti. Og hefur sterklega einkennst af því að sú yngri er búin að vera lasin heimavið frá því á þriðjudag.

Ég var að átta mig á því núna að það er áherslumunur á því að vera veikur annars vegar og lasinn hins vegar. Hvað lasleiki er meinlausari en veikindi.

Allavega - allt í meinlausu, þannig lagað.

Svo fer frúin í skemmtiferð úr bænum með vinnunni á morgun, og ég fæ að vera einstæður graspabbi fram á sunnudaginn. Vonandi að sú yngri verði nógu hress til að við getum meikað það í barnaafmælið sem við erum boðin í á morgun. Sjáum til. Hvað segir ekki spakmælið - spyrjum að veikslokum, eða eitthvað svoleiðis.

Í kvöld langar mig að Stela myndinni á RÚV, þegar Kúpling og Svínasúpan eru búnar. Verst að á sama tíma er Blátt flauel á Skjá einum, sem ég sá reyndar fyrir margt löngu, en það má vera að ég taki hana upp og horfi á hana annað kvöld. Ásamt með kannski Gæðablóðunum, sem ég tók einnig upp af Skjá einum fyrr í ár og á enn eftir að horfa á til enda.

Ég man þegar Gæðablóðin voru í bíó (ég hef sennilega verið of ungur til að sjá þau) og Pési brósabró sagði mér að hann hefði farið á þau með þáverandi kærustu (sem nú er eiginkona hans og barnsmóðir) og þau gengið út í hléi, fyrir yfirgengilegt ofbeldi og hrottaskap.

Já, ég verð að fara að drífa mig að horfa á hana.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com