<$BlogRSDUrl$>

02 september 2004


Erfðafræðingar eru svo fyndnir. Liddl.

INDY nefnist gen sem er í hópi þeirra sem hafa áhrif á ævilengd ávaxtaflugunnar Drosophila melanogaster, eftirlætiskvikindis erfðafræðinga (ásamt með þráðorminum C.elegans og vöðvastæltu músinni). Oft eru nöfn á genum tilkomin sem skammstafanir á einhverri heljarinnar romsu sem útskýrir hvað genið gerir, eða hvað próteinafurðin kallast. Eins og til dæmis hvernig APP stendur fyrir Amyloid Precursor Protein. Allavega.

Það veltast ábyggilega allir um af hlátri nú þegar.

En sumsé, svo ég komi mér loksins að efninu, þannig er því líka farið með INDY.

Ég var nefnilega að læra það nú í morgun að INDY er skammstöfun fyrir "I'm Not Dead Yet."
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com