<$BlogRSDUrl$>

28 september 2004


En hvað þeir eru nú yndislegir þessir græningjar. Sérstaklega þeir frönsku.

Frétt dagsins þykir mér nefnilega tvímælalaust sú í Fréttablaðinu um að franskir græningjar hafi mótmælt því að 22 tonna ísjaka skuli hafa verið svipt óforvarindis úr sínu "náttúrulega umhverfi" í Jökulsárlóni og honum holað niður átta tonnum léttari í suðlægri borg, víðs fjarri heimahögum.

Já, það er mikið til í þessu hjá þeim krökkunum. Enda hættir okkur jú oft til að gleyma því að ísjakar hafa líka tilfinningar. Þeir eiga sinn rétt. Mér finnst að íslenska þjóðin ætti nú að rísa upp á afturlappirnar, öll sem ein, og krefjast þess að ísjakanum verði bjargað úr þessum hörmulegu hremmingum og koma honum hið snarasta aftur heim í öryggi sinna "náttúrulegu" heimahaga við rætur Vatnajökuls, sem er eins og allir vita hreinasti og náttúrulegasti jökull í heimi.

Og allir saman nú:

ÍSJAKANN HEIM!
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com