<$BlogRSDUrl$>

09 ágúst 2004


Nú um helgina voru samískir dagar í Reykjavík, eins og varla hefur farið fram hjá neinum. Mér þótti þetta þarft framtak, enda mikið af ranghugmyndum og vitleysu sem Íslendingar hafa fengið í arf frá forfeðrum sínum og -mæðrum um Sama og samíska menningu. Þetta tók ég meir að segja til sjálfs mín þegar við fjölskyldan tókum þátt í hátíðahöldunum á laugardaginn var og fórum í eina heljarmikla samíska skrúðgöngu þar sem gat að líta ýmsar gerðir þesslenskrar menningar. Það tvennt sem stendur upp úr finnst mér annars vegar það að þrátt fyrir litríka og fjölbreytta þjóðbúningana, þá eru Samar fyrst og fremst venjulegt nútímafólk eins og ég og þú - menn sem stunda sjóinn og spilar fótbolta, konur sem aka mótorhjólum og klæða sig upp í efnisrýra kvöldkjóla; og ekki síður hitt (sem kom mér mjög á óvart) hvað þeir tala góða og lýtalitla íslensku. Einna helst að mér þótti undarlegt að þau töluðu sífellt um sjálf sig sem "Sama-kyn," sem er kannski ekkert vitlaust, en kom mér dálítið spánskt fyrir heyrnir: "Velkomin á Sama-kynjaða daga," var síendurtekið á hátíðardagskránni. En það var gaman að þjóðdönsunum þeirra, og aldrei hafði ég gert mér grein fyrir að samísk þjóðlög hefðu verið svona rík uppspretta vinsælla smella á diskótímabilinu.

Og mikið óskaplega er þjóðfáninn þeirra fallegur - svona í öllum sínum regnbogans litum.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com