<$BlogRSDUrl$>

30 ágúst 2004


Ég vil þakka öllum sem lögðu til málanna ágætan stuðning við framkvæmdina á föstudagskvöldið var. Þetta varð einfalt fyrir rest - við fórum út að borða á Þrjá frakka og tókum okkur góðan tíma þar. Svo fundum við Kaffibarinn eftir dálitla leit (skyldustopp, þar sem hjónin voru nýbúin að sjá 101 Reykjavík og vildu sjá barinn hans Damons). Svo gengum við niður í bæ og fengum okkur einn Guinness á Dubliner. Þá var klukkan ekki nema rétt farin að ganga tólf, en kvenþjóðin var orðin það framlág um þetta leytið að við ákváðum að halda heim á leið. Konurnar fóru fljótlega að sofa, en við karlmennirnir sátum að sumbli heimavið eitthvað fram eftir nóttu.

Hápunktar kvöldsins, í réttri tímaröð:

Á Þremur frökkum fór engill yfir salinn um leið og jakkafataklæddur Íslendingur á neðanverðum þrítugsaldrinum sagði hátt og snjallt við þjónustustúlkuna, uþb þremur borðum fyrir aftan mig: "Ég ætla að fá lambakjöt með bernessósu. Og tómatsósu í skál með þessu." Grínlaust.

Á Kaffibarnum benti ég hjónunum á að það sæti heimsfrægur Íslendingur á næsta borði við okkur: Georg Hólm úr Sigur Rós. Þau höfðu ekki hugmynd um það, og vissu meir að segja varla hvaða hljómsveit ég var að tala um.

Á leið niður Bankastrætið rákumst við á Steinar Braga, og ég kynnti hann fyrir þeim sem besta skáld sem skrifaði á íslenska tungu í dag. Og hann var bara kammó þrátt fyrir það, sagði mér ekki að éta skít eða neitt.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com