<$BlogRSDUrl$>

10 ágúst 2004


Þetta er búinn að vera ágætur dagur. Að vísu mestmegnis deskdjobbið meðan sólin skín hinumegin við rúðuna. En upp úr stendur hádegið, þegar frúin hringdi í mig og spurði hvort mig langaði ekki til að koma niður í Nauthólsvík og borða hádegismat með þeim mæðgum í sólinni og skeljasandinum. Sem ég gerði.

Nú er ég farinn heim. Og út í góða veðrið. Ef ég man rétt á ég óopnaðan Thule einhversstaðar í ísskápnum.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com