<$BlogRSDUrl$>

26 júlí 2004


Þetta var hreint afskaplega ánægjuleg helgi.

Á föstudagskvöldinu var þrumuafmælispartí hjá Pönnsunni. Skemmtu þar allir sér hið besta, ég drakk tæpilega af kokteili hússins, bjóri, viskíi, tekílai og lífsins B-i, vann í sjómanni og allt hvað eina. Enda víðfrægur fyrir mitt kraftalega at-gervi.

Laugardagurinn byrjaði (fyrir utan það að rífa sig upp og fylgja stelpunum á fætur) á því að ég þurfti að sendast út um hvippinn og hvappinn til að aðstoða einn góðvin minn fyndinna erindagjörða.

Mjög. Fyndinna. Erindagjörða.

Hvað fleira? Við fórum tvisvar í sund, héngum hjá tengdó, fengum nýbakaðan doktor í pönnukökur og sáum Lost in Translation á DVD.

Ágæt helgi. Alveg hreint ágæt.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com