<$BlogRSDUrl$>

08 júní 2004


Ég vil vekja athygli þeirra sem verða fjarri heimili sínu þegar forsetakosningar fara fram að hafin er móttaka utankjörfundaratkvæða fyrir þær, að minnsta kosti hér í Reykjavík. Sjálfur fór ég og kaus mér forseta til næstu fjögurra ára nú í hádeginu, þar sem ég verð fjarri góðu gamni á sjálfan kosningadaginn.

Nú stefnir allt í að davíð ætli að nauðga gervallri þjóðinni í óæðri endann með því að boða kosningar um fjölmiðlalögin um verslunarmannahelgina og krefjast auk þess að 75% þjóðarinnar mæti á kjörstað til að mark sé á þeim takandi, bara fyrir það að eitthvað svipað var sagt eiga við léttvæga skoðanakönnun um skipulagsmál Reykjavíkurborgar fyrir einhverjum árum.

Ef svo heldur fram sem horfir mun hann eflaust ná að búa svo um hnútana líka að ekki verði einu sinni hægt að greiða atkvæði utan kjörfundar í það skiptið; sanniði til.

Það eina sem ég bíð spenntur eftir að sjá núna er hvernig hann mun fara að því að fella ákvæði um synjunarvald forseta úr stjórnarskránni án þess að hafa fyrir því aukinn þingmeirihluta og án þess að leysa upp þing og boða til alþingiskosninga í millitíðinni. Honum er trúandi til að finna ráð til þess.

Hvernig segir maður "Stöðvið manninn!" á latínu? Ég væri til í barmmerki með einhverju svoleiðis.

Eða "Stöðvið þjófinn!" jafnvel?

Lýðræði íslensku þjóðarinnar er davíði oddsyni sofandi fiskur í tunnu. Það er honum sleikjó í munni varnarlauss smákrakka. Það er honum mennskur pýramíti af sneyptum íröskum stríðsföngum með nærbuxur á höfðinu.

Ekki það að nokkur maður undir sólinni hafi mögulega nokkuð um þetta að segja fyrst Myrki Herrann er búinn að gera upp hug sinn. Resistance is Futile.

Á léttari nótum og talandi um sólina, þá var einn vinnufélaginn úti á brúnni við útidyrnar með sérútbúinn stjörnusjónauka sem hann hafði nappað af syni sínum. Ég fékk að kíkja á Venus í gegn um hann.

Það var falleg sjón.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com