<$BlogRSDUrl$>

01 júní 2004


Ég hreinsaði aðeins til í tenglasafninu hjá mér. Ég fleygði út einum sem horfinn yfir bloggmóðuna miklu. Hangi reyndar enn um sinn á öðrum sem er í ótímabundnu malaríudái. Og bætti við einni sem byrjaði um daginn og sem mér sýnist fara vel af stað.

Ég föndra kannski aðeins meira við þetta á næstunni.

Annars er helst í fréttum að við gerðum góða ferð heim í heiðarfjörðinn um hvítasunnuna. Frúin og stelpurnar flugu með kaffivélinni á fimmtudag og ég keyrði þetta svo á föstudagskvöldinu. Tvær veislur á sunnudeginum og heljarinnar fyllerí um kvöldið. Mér fannst tvímælalaust hápunkturinn þegar ég barðist ötullega fyrir því réttmæta sjónarmiði að þótt G'n'R hefðu kannski átt sæmilega spretti inn á milli, þá hefðu bæði lög þeirra og textar mestan part verið óttalegt klastur, auk þess sem Axel strákurinn væri alveg hreint glataður söngvari.

Þá hljóp sko aldeilis líf í tuskurnar.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com