<$BlogRSDUrl$>

28 maí 2004


Mig langaði til að sjá hversu mörg samheiti ég gæti í fljótu bragði fundið við orðið gunga:

Gufa
Heybrók
Hugleysingi
Lydda
Lítilmenni
Löðurmenni
Raggeit
Vingull

Ég er að gleyma heilum helling - það er yndislegt hvað íslenskan á mörg orð yfir þá sem svo sorglega er komið fyrir.

Af öllu ofantöldu er heybrók í mestu uppáhaldi hjá mér - það dregur upp svo skemmtilega mynd af viðkomandi.

Drusla er vitaskuld ljómandi gott orð líka, en með fleiri merkingar. Þótt vissulega séu þær allar ágætar.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com