<$BlogRSDUrl$>

13 maí 2004


Já, kvöldið átti sínar björtu og myrku stundir. En allar voru þær nú skemmtilegar. Og lofa góðu fyrir laugardagskvöldið.

Fyrst vil ég taka fram að ég áttaði mig á því að tvær breytingar eru nauðsynlegar á drykkjuleiknum fyrir laugardagskvöldið, það vill segja, ein viðbót og ein raffínering, og báðar urðu mér ljósar undir makedónska númerinu í gærkvöldi:

Til að byrja með gefur auga leið að það er sko pottþétt ástæða fyrir sopa í hvert skipti sem Gísli Marteinn minnist á Makedóníuheilkennið.
Hin breytingin er sú að ef augljóst er að "orgínal" Evróvisjónmómentið er hreint ekki svo orgínal, heldur þvert á móti "fengið að láni" (les: stolið) úr fyrri keppni, þá er það aldeilis ekki efni í einn sopa.

Það er sko efni í tvo!

Þetta datt í mig þegar ég sá dansarana rekja bleika borða eins og garnirnar úr honum Tósje stráknum og hugsaði: neisko, er þetta bara ekki alveg eins og snýtt út úr blóðugri nösinni á vinningssjóvinu hjá Tyrklandi í fyrra!

En nóg um það.

Það kom náttúrulega engum á óvart að Rúslana og Sakís Rövas skyldu fljúga inn í úrslitin. Mér þótti synd að sjá á bak entrönsunum frá Danmörku, Hvíta Rússlandi og sérstaklega Eistlandi, en það átti kannski ekki að koma á óvart, þar sem téð númer gerðu sig ekki alveg eins vel á sviðinu og þau höfðu virkað í vídeóinu. Erfitt að sjá svona fyrir. Ég tók þó eftir að Eistland hefði verið næsta land inn, ásamt með Ísrael (og Danmörk stigi á eftir). Æ ansans, ég hefði átt að kjósa nokkrum sinnum í viðbót (“Baaah, it wouldn’t have mattered!”).

Óvæntasta ánægja kvöldsins var vitaskuld að hin albanska Ansésa skyldi stinga sér inn í úrslitin á brothættum sjarmanum og unglingabólunum einum saman. Mér fannst hún alveg eiga það skilið. Einhver Albaninn á eflaust eftir að gera kvikmynd um þetta og fá sýnda í Ríkissjónvarpinu í Tirana: “Albanski draumurinn! (byggt á sannri sögu)”

Allavegana, Rúslana og Sakís lágu beint við. Einnig grísaði ég á Möltu, Kýpur og Bosníu (með hálfgerðu því miður á línuna). Og þá er það upptalið, þótt ekki hafi vantað nema herslumuninn með Ísrael, Eistland og Danmörku. Þess fyrir utan öskraði ég yfir mig af hryllingi og vanþóknun þegar Holland fór áfram, en glotti eins og mannaskítur yfir þeim guðlega gamanleik að Króatía hefði meikað það (Kiss mí onn mæ feis? Komm onn), ásamt með henni Ansésu. Þess fyrir utan stungu Serbar og Makedónar sér með, og hefði margt getað verið verra.

Kannski Makedónía eigi bara eftir að vinna þetta, það gæti alveg gerst...

Restin var svona ýmist eins og við var að búast eða stóð ekki undir væntingum, fyrir utan það að númerin frá Portúgal og Litháen voru miklu skárri en ég átti von á, fyrir rest. En djedl var svissneska lagið fyndið vinur.

Svo fara bara allir að hlakka til úrslitakvöldsins: þetta verður gaman. Ég held að það sé búið að bjóða mér í Evróvisjónspartí fyrir kvöldið. En þeir sem þekkja mig mega samt alveg vera í bandi og láta mig vita hvað þeir hafa á prjónunum.

En hvernig fer þetta nú allt saman, Ó! þetta er svo spennandi!!!

Púff.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com