<$BlogRSDUrl$>

26 maí 2004


Já þetta var nú bara alveg hreint ágætt takk fyrir. Hefði getað verið tölvert verra.

Já sumsé, ég var á menningarviðburði í Kaplakrikanum, í fylgd með Doktor Schnitzel. Og virtist sem megnið af pöpulnum hefði haft af þessu allnokkurt gaman.

Óvæntasta ánægjan var að krakkarnir skyldu taka Er það nú tíðarfar. Fast á hæla þess var að það skyldi vera Frú Murphy sem söng Lag konunnar í steypta ofninum.

Furðulegasta augnablikið var þó þegar tónleikunum var lokið og ég var á leiðinni út og fann einhvern hella vökva úr flösku yfir höndina sem ég hélt að baki mér. Og sneri mér við til að sjá að viðkomandi var ekki að hella úr flösku, heldur bara að vinda svitann úr bolnum sínum.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com