<$BlogRSDUrl$>

30 apríl 2004


Ænei það er óþarfi. Auk þess sem ég nenni því varla. Það verður alveg nóg að taka undanúrslitin saman í heildina að viku liðinni.

Í gærkvöldi var okkur boðið í barnaafmæliskvöldmat. Og hafði fólk af því allnokkurt gaman. Á morgun er annað afmæli (jafnvel barnaafmæli, ef menn vilja líta þannig á það). Þar mætist sami kumpánskapur að hluta til á ný.

Í kvöld er Listahátíð Voxins og verður þar án efa glatt á hjalla.

Það gefur auga leið á hvað ég ætla að horfa annað kvöld.

Á sunnudaginn förum við með þeirri eldri í leikhús að sjá eitt af klassískum meistaraverkum norrænna leikbókmennta: Dýrin í Hálsaskógi.

Og þarna inn á milli ætla ég mér að bæta minnst fimmtánhundruð orðum við söguna sem ég er að vinna að þessa dagana.

Mössuð helgi maður.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com