<$BlogRSDUrl$>

01 apríl 2004


Ja mikið óskaplega gekk þetta nú vel.

Og dagurinn í dag er bara alveghreint ágætur líka. Þetta er fyrsti dagurinn minn í vinnunni eftir fæðingarorlof í einn og hálfan mánuð og hefur ekki farið í neitt annað en fundahöld, fundahöld, tiltekt í pósthólfinu, fundahöld og fundahöld. Og það er búið að vera fínt. Mér finnst sem ég hafi ekki átt svona góðan dag í vinnunni minni svo árum skiptir. Það er ágætt að vera kominn aftur í klefann sinn.

Ahh, ég var að átta mig á að ég missti af The Office í gær. Meðan ég var heima í orlofinu fékk ég á miðvikudagskvöldum vikuskammtinn af "my office away from the office," að kalla má. Ætli ég sé annars einn um það að finnast á stundum nærri því of sárt að horfa á þessa þætti?

Svo fer ég á Jón Forseta í kvöld, á samkomu hjá Rithringnum. Þar skal verða glatt á hjalla.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com