<$BlogRSDUrl$>

28 apríl 2004


Ég var að velta þessu fyrir mér með Ísraelsmenn, í tengslum við þanka mína um geldinginn Davíð Gull-Af-Manni í gær.

Það þarf í sjálfu sér ekki að vera neitt skrítið að ár eftir ár komi eintómir friðarsöngvar í Evróvisjón frá landi með jafn fasískt stjórnarfar og raun ber vitni í Ísrael. Að einhverju leyti er fasisminn væntanlega innbyggður í stjórnarfarið, og jafnvel þjóðarsálina, og ekki bætir úr þessa dagana að landinu er stjórnað af Ariel Sharon - ísraelskum ofurmútant af Davíð Oddssyni, sem ofaní kaupið hefur leyfi til að drepa.

En vitaskuld er líka allt fullt af friðelskandi draumóramönnum í Ísrael sem annars staðar, og skal engan undra að það viðhorf sé sérstaklega ríkjandi meðal vinstrisinnaðra listaspíra (sem eru ábyggilega upp til hópa veruleikafirrtir hasshausar og úrkynjaðir undanvillingar, þar í landi sem annar staðar), sem sjá þann kost vænstan í stöðunni að mótmæla ástandinu með því að senda friðar- og ástarsöngva í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Og uppreisnar- og friðarseggurinn í brjósti hins almenna ísraelska sjónvarpsáhorfanda fær ofurlitla útrás og friðþægingu við það að veita hinum sömu söngvum brautargengi í útlöndum.

Nei kannski er ég á villigötum með þetta. En ég á samt erfitt með að ímynda mér að þeir myndu gútera Death-Metal antem með viðlaginu "Annihilate the Palestinian Scum," hvort sem það er dagskipunin í pólitíkinni hjá þeim eða ekki.

Næsti Evróvisjónskammtur kemur á eftir. Eða á morgun.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com