<$BlogRSDUrl$>

28 apríl 2004


Þegar sú eldri var búin í baðinu sínu stóð hún uppi á klósettsetunni meðan ég reyndi að greiða flókana úr hári hennar. Þá grípur hún laust um mig annarri hendi og segir upp úr eins manns hljóði: "Ég elska þig pabbi."

Þetta var eitt af þessum ofurlitlu augnablikum sem maður vill muna alla ævi en sem gufa upp úr minningunni án þess að maður fái neitt við ráðið.

En nú er það hér, og ætti þá að rifjast upp ef ég sé þetta einhvern tíma seinna.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com